top of page
UPPLÝSINGAR UM HÚSGÖGNIN
-
Úr hverju eru húsgögnin smíðuð?Þau eru smíðuð úr gegnheilu, þykku, gagnvörðu efni (greni/furu). Notaðar eru staðlaðar stærðir af efni sem ætlað er til smíða á tréverki utanhúss. Þau eru sett saman með ryðfríum skrúfum, sem gerir mögulegt að skipta út spýtum sem verða fyrir hnjaski.
-
Er komin reynsla á húsgögnin?Það er komin áralöng reynsla af því að láta húsgögnin standa úti allt árið og hafa þau staðið með sóma af sér íslensk veður. Það eykur endingu þeirra að bera viðarvörn á sólbakaða fleti á u.þ.b. 3 ára fresti. Á smíðastað húsgagnanna í Grímsnesinu er hægt að skoða elstu húsgögnin og ástand þeirra. Hafið samband.
-
Hvernig er hægt að fá húsgögnin afhent?Hægt er að fá húsgögnin afhent í Grafarvoginum í Reykjavík og í Undirhlíð í Grímsnes- og Grafningshreppi. Einnig er hægt að fá þau flutt gegn gjaldi á notkunarstað, eftir nánara samkomulagi. Grunnútfærsla húsgagnanna er fullsamsett og ómáluð. Garðstól og suma minni bekki er hægt að fá hálfsamsetta. Þá eru gaflar fullsamsettir en annað fylgir laust með, þ.e. sagaðar og boraðar fjalir og skrúfur. Sum minni borð er hægt að fá með lausum fótum, sem fljótlegt er að skrúfa á þegar flutningi á notkunarstað er lokið. Skrúfur fylgja. Hægt er að fá húsgögnin máluð með viðarvörn fyrir afhendingu, samkvæmt nánara samkomulagi. Er þá miðað vð að málað sé með hálfþekjandi eða þekjandi viðarvörn. Jafnan eru þá málaðar tvær heilar umferðir.
-
Hvernig er húsgögnunum haldið við?Húsgögnin eru gerð úr gagnvörðu greni/furu og skrúfuð saman með ryðfríum skrúfum. Sum húsgögn eru einnig boltuð saman með heithúðuðum borðaboltum. Þetta gefur þeim langan endingartíma utandyra. Flestir bera viðarvörn á húsgögnin, ýmist þekjandi eða hálfþekjandi. Það eykur endingartíma þeirra. Aðrir láta húsgögnin einfaldlega grána. Elsta húsgagnið okkar er 2 m langur bekkur sem staðið hefur úti í á annan áratug og fengið eina umferð af viðarvörn á sólbakaða fleiti á 3-4 ára fresti. Ef hafa á hálfgagnsæja viðaráferð þá hefur reynst vel að leyfa nýjum húsgögnum aðeins að veðrast (þó ekki grána), heilmála síðan með glæru og heilmála aðra umferð með lit. Enda síðan á að mála álagsfleti (sólbakaða fleti) með annarri umferð af lit.
-
Hvar er hægt að skoða húsgögnin?Húsgögnin eru smíðuð á tveimur stöðum, í Grafarvoginum í Reykjavík og í Undirhlíð í Grímsnes- og Grafningshreppi. Á báðum þessum stöðum er jafnan hægt að skoða flestar tegundir húsgagnanna í sínu "náttúrulega" umhverfi. Kíktu við.

bottom of page