AFHENDING HÚSGAGNA
Reykjavík og Grímsnes
Húsgögnin eru smíðuð á tveimur stöðum, í Grafarvoginum í Reykjavík og í Undirhlíð í Grímsnes- og Grafningshreppi. Að jafnaði eru flestar tegundir til sýnis og sölu á báðum stöðum. Þau eru smíðuð með hliðsjón af eftirspurn og lager takmarkaður. Afhendingartími getur því verið nokkrir dagar eða jafnvel vikur. Ef áhugi er á að fá að skoða húsgögnin, hafið þá vinsamlegast samband í síma 771-8999, í netfang fjallakus@fjallakus.com eða með skilaboðum til að ákveða tíma og fá leiðbeiningar.
Þegar keypt eru húsgögn þá er hægt að fá þau afhent á örðum tveggja fyrrgreindra smíðastaða, samkvæmt nánara samkomulagi. Einnig er hægt að semja um að fá þau keyrð á áfangastað á SV-horninu (Höfuðborgarsvæðið, Borgarfjörður, Suðurnes og Suðurlandsundirlendið) gegn gjaldi. Flutningsgjaldið miðast við ekna vegalengd. Vinsamlegast hafið samband ef þið viljið fá fast tilboð í slíkan akstur.
Útfærsla afhendingar utan framangreinds svæðis á SV-horninu er samkomulagsatriði, en hægt er að nýta flutningaþjónustufyrirtæki til að koma húsgögnum í aðra landshluta.